Kæru Fáksfélagar!
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá ykkur að mikið hefur verið að gera síðustu daga og vikur við að undirbúa svæðið okkar fyrir Landsmót.
Núna í vikunni stendur til að vinna að gróðursetningu á blómum og ýmis önnur verk sem þarf að vinna í höndum. Þess vegna biðlum við til ykkar sem getið að leggja okkur lið miðvikudaginn 20.júní því margar hendur vinna jú létt verk.
Við höfðum hugsað okkur að byrja um kl. 16:00 og vinna frameftir.
Fákur býður svo til grillveislu í lok dagsins.