Við viljum koma eftirfarandi upplýsingum til okkar keppenda.

Heilbrigðisskoðun: Öll hross eiga að mæta í heilbrigðisskoðun nema hross í barna- og unglingaflokkum. Bæði er hægt að fara með hross í skoðun á Hólum og Sauðárkróki en hross sem eiga að mæta í keppni á mánudegi eiga eða mega mæta á sunnudegi í skoðun en hrossin mega líka mæta samdægurs í skoðun en þurfa að gera það vel áður en í keppni er komið. Skoðunin tekur til almenns heilbrigðis hrossanna með áherslu á fótaheilbrigði. Þá verður munnur hestanna skoðaður sérstaklega m.t.t. þrýstingssára eða annara áverka af völdum beislisbúnaðar.  Endilega skoðið vel inn á www.landsmót.is (keppendur – heilbrigðisskoðun) hvar og hvenær og hvar þið getið mætt í skoðun með hestana ykkar.

Beitarhólf: Þar sem beitarhólf eru af skornum skammti þá þurfum við að deila þeim meira niður. Hver keppandi getur fengið ca. 36 fermetra  fyrir sinn hest, svæðið væri  þá ca. 6 x 6 m (5×7 eða 4×9). Síðan eru fleiri beitarhólf ca. 700 metra frá Landsmótssvæðinu þar sem hægt er að hafa stækkanleg hólf fyrir hestana. Keppendur þurfa að koma með fötur til að brynna hestunum og girðingarefni til að girða fyrir sinn hest. Aðgangur að fríu heyi verður á svæðinu til að gefa með beitinni. Rúnar Bragason veitir upplýsingar á staðnum um beitarhólfin og er síminn hjá honum 893-5096

Æfingartímar: Þar sem æfingartímar eru frekar stuttir sem hvert hestamannafélag fær þá verðum við að biðja alla að taka tillit til þess og sýna hvor öðrum tillitssemi á vellinum. Skipti tímunum upp fyrir svo það yrðu svipaðir hópar að æfa í hvert sinn. Ekki vera of mörg í einu inn á og tala saman ef t.d. þarf að hleypa og svoleiðis.

Fimmtudag
11:30-13:00 Fákur
Föstudagur 24. júní 2016
08:00 – 10:00 Fákur
Laugardagur 25. júní
14:30 – 15.15 Fákur Börn, unglingar og hluti af ungmennum
15:15-16:00 Fákur – ungmenni og fullorðnir
Sunnudagur 26. júní
14:00 -15:00 Fákur- börn og unglingar ganga fyrir
22:30-23:30 Fákur – fullorðnir
 
Hópreið: Að venju mun hópreið félaganna á setningarathöfn Landsmóts á fimmtudagskvöldi setja sinn hátíðlega blæ á mótið þegar fánaberar og aðrir félagsmenn allra aðildarfélaga LH koma ríðandi inn á svæðið fram fyrir þúsundir áhorfenda í félagsbúningum sínum. Við hvetjum alla keeppendur til a mæta í hópreiðina í félagsbúningi, sérstaklega börn,  unglinga og ungmenni. Hópreiðin er kl. 19:45 á fimmtudeginum. Hópreiðarstjóri verður Þorvarður Helgason s. 660-4612

Grill:  Fákur býður sínum keppendum og aðstandendum þeirra í grill á laugardaginn 25. júní kl. 18:00 við Þráarhöllina. Við vonumst til að sjá sem flesta í góðu skapi og fulla tilhlökkunar fyrir skemmtilegu landsmóti.

Við óskum öllum keppendum velfarnaðar á mótinu 🙂