Laugardaginn næstkomandi, 18. janúar, verður hinn árlegi þorrareiðtúr og þorrablót Fáks.
Ómar og Þorri sjá að venju um þorrareiðtúrinn. Lagt verður af stað frá TM-Reiðhöllinni klukkan 14:00 og eru léttar veitingar í áningu.
Eftir reiðtúrinn, klukkan 17:00, verður svo Þorrahlaðborðið í félagsheimili Fáks. Húsið opnar kl. 17:00 (matur á hlaðborði frá kl. 17:30) og stendur veislan fram eftir kvöldi en matur verður á borðum til kl. 20:00.
Karlakór Kjalnesinga mun koma og syngja nokkur lög.
Verð:
4.500 fyrir fullorðna
2.000 fyrir 6-12 ára
Frítt fyrir 6 ára og yngri
1.500 fyrir þá sem eru vegan og fá sér bara meðlæti
Frábær matur, söngur og gleði – Allir velkomnir á þorrablót hjá Fáki!