Eins og allir vita þá styttist í stórhátíð í TM-reiðhöllinni í Víðidal; Dagur reiðmennskunnar og Stórsýning Fáks verða haldin laugardaginn 26. mars næstkomandi.

Einvalalið reiðkennara og knapa mun koma fram á Degi reiðmennskunnar. Um er að ræða fágætan viðburð, enda einstakt tækifæri til að fá innsýn í vinnubrögð nokkurra af okkar fremstu fagmönnum.

Um kvöldið er Stórsýning Fáks með fjölbreyttum og skemmtilegum atriðum þar sem meðal annars koma fram þjóðþekktir knapar og magnaðir gæðingar.

Í anddyri reiðhallarinnar verður markaðstorg þar sem fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu.

Viðburður sem enginn hestamaður má láta framhjá sér fara!

Miðasala er í gegnum vef Tix. Hægt er að kaupa miða með því að klikka á þennan texta.

Miðaverð:

Fullorðnir:
Dagur reiðmennskunnar og Stórsýning Fáks 4.000 kr.
Dagur reiðmennskunnar eingöngu: 2.500 kr
Stórsýning Fáks eingöngu: 2.500 kr
13 til 20 ára:
Dagur reiðmennskunnar og Stórsýning Fáks 3.000 kr.
Dagur reiðmennskunnar eingöngu: 1.500 kr
Stórsýning Fáks eingöngu: 1.500 kr
12 ára og yngri frítt í fylgd með fullorðnum. 

Dagskrá (birt með fyrirvara). Dagskrá með nánari tímasetningum verður birt innan fárra daga. 
Dagur reiðmennskunnar.
Hlé
20:30 – Stórsýning Fáks
23:00 – 01:30 Lifandi tónlist í sal reiðhallarinnar