Stjórn Fáks býður félagsmönnum á fund þar sem unnið verður að stefnumörkun félagsins miðvikudaginn 25. febrúar klukkan 18:00.
Þetta er hluti af þeirri vinnu sem er grundvöllur umsóknar félagsins að því að verða fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Þau markmið sem til eru fyrir starfsemi félagsins eru gömul og því kominn tími til að setja setja ný markmið fyrir starfið. Fundurinn verður með svipuðu fyrirkomulagi og hugmyndafundur sem haldinn var í vor.
Boðið verður upp á pizzur og gos.