Áríðandi tilkynning til Hestamanna í Reykjavík!

Laugardaginn 22. september milli klukkan 9-13 verður Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands haldið við Rauðavatn.

Klúbburinn hefur fengið leyfi frá Reykjavíkurborg til að halda mótið á þessum stað á þessum tíma og hefur einnig fengist leyfi til þess að loka af alla keyrandi umferð að brautinni. Við viljum því biðja hestamenn að sýna tillitsemi vegna þessa viðburðar og þá sérstaklega milli klukkan 10-11 þegar keppt verður á hjólum með hunda. Það verður gæslufólk á staðnum við brautina sem getur gefið upplýsingar um hvort von sé á að mæta keppendum í braut hverju sinni, en aðal “álagið” er á milli kl 10-11.

Kveðja, stjórn Sleðahundaklúbbs Íslands