Það er gaman að renna yfir skýrslu Æskulýðsnefndar Fáks sem nefndin skilaði inn til Æskulýðsnefndar LH nú í haust og sjá hve öflugt starf er unnið í félaginu okkar fyrir yngstu kynslóðina.

Innan félagsins hefur verið boðið upp á hin ýmsu námskeið og viðburði eins og hestanammigerð, bingó, uppskeruhátíð, hin ýmsu mót, keppnisnámskeið, pollanámskeið og margt fleira.

Hér að neðan má sjá skýrsluna sem nefndin skilaði inn til LH og á æskulýðsnefnd félagsins sem og allir þeir er koma að þessu kraftmikla starfi innan félagsins skilið hrós fyrir frábært framlag þeirra til uppbyggingar æskulýðsstarfsins okkar.

Starfsskýrsla-Æskulýðsnefndar-Fáks-2018