Það gleður okkur að senda út skráningaskjal fyrir haustönnina hjá okkur í Fákar og fjör. Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að hesti og búnaði.
Í ár verður sú nýjung að hluti kennslunar fer fram á Álftanesi, hægt er að lesa um þessa nýjung í skráningaskjalinu!
Við verðum í samstarfi við bæði hestamannafélagið Fák og Sóta þessa önnina! Skráning í félögin eru börnum endurgjaldslaus en með því að skrá krakkana í félagið fá krakkarnir aðgang að hinum ýmsu viðburðum sem eru í boði í félögunum.
Í skráningaskjalinu er hægt að velja hvort að barnið er skráð í annað eða bæði félögin
Skráning fer fram hér https://forms.gle/2KeR27ZajWGVQkdt9
Áfram og upp, Sif og Karen