Heimsmeistarinn, reynsluboltinn og skeiðkóngurinn Sigurbjörn Bárðarson mun halda fyrirlestur um skeið og skeiðþjálfun hesta í félagsheimili Fáks þriðjudaginn 22. mars nk. Fyrirlesturinn hefst kl. 19:30 og eru allir velkomnir enda frítt inn í boði fræðslunefndar.
Sigurbjörn mun fjalla allmennt um skeiðþjálfun, mismunandi hestgerðir og hvernig hámarks árangur næst á hverjum hesti. Í framhaldi mun hann halda skeiðnámskeið fyrir áhugasama ef áhugi er fyrir hendi (skráning á staðnum).