Sigurbjörn Bárðarson verður með fund fyrir börn, unglinga og ungmenni (og reyndar eru allir aðrir velkomnir líka) kl. 18:30 í Guðmundarstofu þriðjudaginn 21. júní. Þar mun hann fara yfir allt sem viðkemur því að fara að keppa á stórmóti, s.s. mataræði, hvíld, umhirða hrossa, vonir, væntingar, viðbrögð, samstaða, liðsheild, upplifun keppenda/aðstandenda, skipulag….og margt fleira.
Það er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið og læra svo að vinna með þá reynslu á jákvæðan hátt sem kemur úr keppninni sjálfri en fyrst og fremst að gleyma því ekki að hafa gaman að þessu öllu saman.
Allir velkomnir (líka þeir sem eru ekki að fara á landsmót)