Sameiginlegur reiðtúr verður nk. laugardag en þá verða Sprettsfélagar heimsóttir. Riðið verður upp Vatnsendahverfið (og þeim smalað með), áð hjá Reiðhöllinni í Spretti og þar þáðar kaffiveitingar. Riðið heim og ef veður er gott þá verður farið í kringum vatnið á heimleiðinni.

Allir að mæta. Lagt af stað frá Reiðhöllinni stundvíslega kl. 14:00

Ferðanefndin.