Reykjavík Riders Cup (íþróttamót Fáks) verður haldið 16. og 17. júní í Víðidalnum. Áætlað er að hefja mótið um kl. seinnipartinn á fimmtudeginum 16. júní og klára alla forkeppnina um kvöldið. Úrslit verða svo riðin föstudaginn 17. júní. Mótið er opið fyrir alla og boðið verður upp á eftirfarandi flokka með því skilyrði að næg þátttaka náist í viðkomandi grein. Fákur áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki næst næg þátttaka í ákveðnum flokki eða fella niður. Þetta er sennilega síðasta íþróttamótið til að ná lágmörkum fyrir Íslandsmótið

F1 – meistaraflokkur
F2 – opinn flokkur
V1 – meistaraflokkur
V2 – opinn flokkur
T1 – meistaraflokkur
T3 – opinn flokkur
T2 – meistaraflokkur
T4 – opinn flokkur

Skráningargjald kr. 3.500 í opinn flokk en kr. 4.000 í meistaraflokk.
Skráning fer fram á http://skraning.sportfengur.com/ og er skráningarfrestur til miðnættis á mánudeginum 13. júní.