Reiðvegurinn upp að Rauðavatni, frá Selásbraut að göngubrú yfir Breiðholtsbrautina, verður lokaður dagana 16. – 17. sept. vegna framkvæmda á honum. Þeir sem vilja fara upp að Rauðavatni, Almannadal eða Hólmsheiði verða þá að fara hjá Rauðhólum. Þann 18. sept. verður nýji reiðvegurinn undir göngubrúnna tekinn í gagnið þó það eigi eftir að koma vegrið þar meðfram.