Á miðvikudagskvöldið kemur, þann 21. maí kl.. 19:00 halda Fáksmenn Pop-up flugskeið í Víðidalnum. Mótið verður löglegt í alla staði, opið öllum og kostar ekkert!
Þetta verður eintóm gleði og hamingja í góðu veðri og vonandi nást frábærir tímar í þessari skemmtilegu grein.
Skráning er opin og henni lýkur á miðnætti þriðjudaginn 20. maí.
Fyrirspurnir skal senda á skraning@fakur.is
Sjáumst í Víðidalnum á miðvikudagskvöld!