Opna gæðingamót Fáks og Spretts fer fram dagana 30.maí til 1.júní á félagssvæði Spretts. Skráning er opin og lýkur mánudaginn 26. maí á miðnætti. Skráning fer fram á Sportfeng, www.sportfengur.com.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
A flokkur – 1.flokkur, 2.flokkur og ungmennaflokkur
B flokkur – 1.flokkur, 2.flokkur og ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
Gæðingatölt í öllum flokkum
100m, 150m og 250m skeið

Skráningagjaldið er 6000kr fyrir yngri flokka en 8000kr fyrir fullorðinsflokka. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka eða fella niður sé ekki næg skráning.

ATHUGIÐ:
– Skráning fer ekki í gegn fyrr en skráningargjald hefur verið greitt.
– Ef keppendur óska eftir að skrá eftir að skráningarfresti lýkur er greitt tvöfalt skráningargjald.
– Ekki er hægt að bæta við skráningum eftir að ráslistar hafa verið birtir.

Glæsileg verðlaun verða í öllum greinum og að auki verður glæsilegasta parið valið. Við hvetjum knapa til þess að mæta í félagsbúningi sínum.

Gregersen styttan er veitt árlega á gæðingamóti Fáks og er handhafi hennar valinn á þann hátt að hann þyki sýna fágaða og íþróttamannslega framkomu, áberandi vel hirt hross og síðast en ekki síst, sé í Fáksbúningi í keppninni. 

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda post á motaskraning@sprettur.is