Æskulýðsnefnd Fáks stendur fyrir opnum fundi næstkomandi fimmtudag, 12. júní, kl. 19:00. Yfirskriftin á fundinum er “Undirbúningur fyrir Landsmót” og ætla þeir feðgar, Hinrik Bragason og Gústaf Ásgeir, að vera á svæðinu og fara í gegnum Landsmótsferlið með okkur ásamt því að gefa góð ráð sem nýtast bæði innan sem utan vallar. Við ætlum að grilla hamborgara, máta nýja Fáks jakka og efla keppnisandann, og hvetjum við því öll börn, unglinga, ungmenni, foreldra og forráðamenn til þess að mæta. Einnig þurfum við að fá að vita hvaða knapar ætla að nýta sér höfðinglegt boð frá Ágústi í Kirkjubæ og fjölskyldu að við megum hafa aðgang að hesthúsi og smá beit hjá honum endurgjaldlaust í Kirkjubæ.

Nýtt námskeið fyrir þau börn, unglinga og ungmenni sem komust inn á Landsmót (einnig varaknapa) hefst í næstu viku. Fyrirhuguð kennsla verður eftirtalda daga á Fákssvæðinu:
– Miðvikudaginn 18. júní
– Fimmtudaginn 19. júní
– Mánudaginn 23. júní
– Þriðjudaginn 24. júní
Og svo verður ein til tvær æfingar á Gaddstaðaflötum helgina fyrir Landsmót.
Nánari upplýsingar um tímasetningar síðar.
Kennarar verða þau Friffi, Anna og Henna.
Skráning fer fram á fakur@fakur.is.

Kveðja,
Æskulýðsnefndin