Einkatímar, paratímar, mánaðarnámskeið, helgarnámskeið, ýmiskonar fyrirlestrar og örnámskeið eru meðal þess sem í boði verður hjá Fáki í vetur.
Við bjóðum hestamenn hjartanlega velkomna í salinn í TM-reiðhöllinni miðvikudaginn 23. september klukkan 20.00.
Fræðslunefnd Fáks fer yfir námskeiða- og fræðslustarf vetrarins og Telma L. Tómasson, Fáksfélagi og reiðkennari frá Hólum verður með fyrirlestur um hringteymingar.
Fyrirlestur Telmu heitir, „Hringteymingar: skokk í hringi eða markviss þjálfun?“ Hringteymingar og hvers kyns vinna frá jörðu nýtur vaxandi vinsælda.
Telma spjallar um hringteymingar, tilgang þeirra og markmið. Spurningum verður velt upp: hvað eru hringteymingar? Til hvers eru þær? Hvernig er farið að? Hvenær eru þær notaðar? Og gagnast þær öllum?
Frítt inn og allir hestamenn velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Léttar veitingar í boði.
Athugið að fyrirlestrar og námskeið á vegum Fáks eru einnig opin félögum öðrum hestamannafélögum.
Kveðja
Fræðslunefnd Fáks