Er hesturinn stífur á annan tauminn, spenntur, lokar öðrum hvorum bógnum eða mjög missterkur? Dr. Sussanne Braun (Susi) dýralæknir og sérfræðingur í hestadýralækningum verður með námskeið þar sem farið verður yfir teygjuæfingar og inngang í hnykkingum og nuddi fyrir hesta. Framhaldsnámskeið verður haldið í febrúar ef áhugi verður á því.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og verður farið yfir líkamsbyggingu/yfirlínu hesta með það fyrir augum að fyrirbyggja vöðvabólgu og aðra fylgikvilla er koma þegar hesturinn beitir sér vitlaust eða hefur orðið fyrir hnjaski. Markmiðið er ánægðari hestur sem beitir sér rétt og gefur þannig knapanum meiri gleði.
Námskeiðið er miðvikudagskvöldið 28. janúar og hefst með bóklegum fyrirlestri í Guðmundarstofu kl. 18:00. Fyrirlesturinn er ca. einn og hálfan tíma en klukkan 20:00 byrjar verklegt í TM-Reiðhöllinni. Þá eiga þátttakendur að koma með sinn hest (ekki hrædda eða lítið tamda hesta) og þar mun Susi sýna verklega hvernig þeir eru meðhöndlaðir og síðan æfa þátttakendur sig á sínum hestum undir hennar leiðsögn.
Verð er kr. 4.500 og hámark 10 -12 þátttakendur.
Skráning á http://goo.gl/forms/kBiAcsabEa á fakur@fakur.is (nafn og kennitala, gsm símanúmer) og síðan verður að leggja inn á 0535-26-1922 kt. 520169-2969 og senda kvittun á fakur@fakur.is