Æskulýðsnefnd Fáks hefur fengið Fredricu Fagerlund til að vera með námskeið í Gæðingalist í Fáki.  Námskeiðið er hugsað fyrir börn, unglinga og ungmenni bæði fyrir þau sem stefna á keppni í greininni en er einnig  fyrir knapa sem vilja þróa sig og æfa sig meira í æfingum og reiðmennsku. ​

Námskeiðið byrjar á fyrirlestri þar sem farið verður yfir reglur og áherslur í keppni í Gæðingalist.  Þá eru 6 verklegir 45min einkatímar sem kenndir verða í desember, janúar og febrúar.  Kennsla fer fram í Lýsis höllinni (Reiðhöllin í Víðidal).

Dagskrá:

Fyrirlestur fimmtudaginn 5.desember 2024 kl:18-19:30 í anddyri Reiðhallarinnar

Verkleg kennsla

  • 7-8 .desember 2024 (2x45min)
  • 4-5.janúar 2025 (2x45min)
  • 15-16 febrúar 2025 (2x45min)

Verð 58.000kr

Reikna má með að það verði framhaldsnámskeið með Fredricu

Hægt er að nota frístundarstyrk sem gildir á árinu 2024.

Skráning fer fram á sportabler