Æskulýðsnefnd Fáks hefur fengið Fredricu Fagerlund til að vera með námskeið í Gæðingalist í Fáki fyrir börn, unglinga og ungmenni.
Námskeiðið byrjar á fyrirlestri þar sem farið verður yfir reglur og áherslur í keppni. Þá eru 6 verklegir 45min einkatímar sem kenndir verða í desember, janúar og febrúar. Kennsla fer fram í Lýsis höllinni (Reiðhöllin í Víðidal) ásamt sýnikennslu í reiðhöllinni í Mosfellsbæ.
Fyrirlestur miðvikudaginn 6.desember 2023 í Guðmundarstofu.
Verkleg kennsla
- 9-10.desember 2023 (2x45min)
- 6-7.janúar 2024 (2x45min)
- 3-4 febrúar 2024 (2x45min)
Sýnikennsla 31. Janúar 2024 í reiðhöllinni í Mosfellsbæ.
Verð 57.500kr
Hægt er að nýta frístundarstyrkinn.
Skráning fer fram á Sportabler