Fyrirhugað er að halda námskeið í byggingadómum kynbótahrossa á sunnudaginn (27. apríl nk.) Kennari verður reynslumesti kynbótadómari landsins, Jón Vilmundarson. Námskeiðið er stutt og hnitmiðað og hefst með fyrirlestri hjá Jóni í Félagsheimilinu kl. 13:00. Síðan verður farið í verklega byggingadóma í Reiðhöllinni.

Tími: Sunnudagur 27. apríl kl. 13:00 – 17:00
Kennari: Jón Vilmundarson
Verð: 8.000
Hámarksfjöldi nemenda 15
Skráning á fakur@fakur.is (fyrstir til að staðfesta skráningu bókast).
Staðfesting á skráningu: Leggja inn á 0535-14-400312 kt. 520169-2969 og senda staðfestingu á fakur@fakur.is