Það var mikill fjöldi félagsmanna í Fáki sem sótti aðalfund félagsins í gær eða um 325 manns. Félgasheimili Fáks var troðfullt út úr dyrum enda tekur það bara 170 manns í sæti að öllu venjulegu. Margir nýjir félagsmenn bættust í félagið síðustu daga og sennilega hefur aldrei jafn stórt hlutfall félagsmanna verið búinn að greiða félagsgjöldin. Það var ljóst í byrjun fundar að það var formannskjörið sem dró flesta á fundinn og nokkur hiti var á fundinum þangað til það var afstaðið. Eftir snarpar umræður um skýrslu stjórnar var gegnið til formannskosninga en í framboði voru þeir Hjörtur Bergstað og Rúnar Sigurðsson. Alls greiddu 321 atkvæði og féllu þau þannig.

Hjörtur: 188
Rúnar: 126
Auðir + ógildir: 7

Hjörtur Bergstað hlaut því kosningu sem formaður Fáks. Því næst var gengið til kostninga um ritara og var Hrönn Ægisdóttir í framboði en hún dróg framboð sitt til baka. Til gjaldkera var Sólveig Björk Einarsdóttir í framboði og var hún sjálfkjörin. Til meðstjórnenda voru í framboði Haukur Þór Hauksson, Sævar Haraldsson, og Þorvarður Helgason. Haukur Þór dróg framboð sitt til baka og voru því sjálfkjörnir þeir Sævar og Þorvarður. Boða verður til framhaldsaðalfundar til að kjósa ritara í Fáki en samkvæmt lögum félagsins þurfa frambjóðendur til stjórnar að skila inn framboði sínu viku fyrir aðalfund eða framhaldsaðalfund. Sigurbirni Magnússyni fundarstjóra er þökkuð störfin sem og Önnu Rún Ingvarsdóttur fundarritara.

Fákur þakkar fráfarandi stjórnarmönnum fyrir vel unnin störf í þágu Fáks í gegnum tíðina. Haukur, Helga, ‘Ylfa og Rúnar hafa hafa lagt á sig mikla vinnu í sjálfboðastörfum, vinna sem er oft ekki þökkuð enda oft erfitt að gera öllum félagsmönnum til hæfis í einu 🙂

Nýjum stjórnarmönnum eru boðnir velkominir til starfa fyrir félagið enda nóg af verkefnum framundan sem endra nær.