Fyrirhugað er að halda 4 vikna námskeið fyrir konur í hestamennsku í maí og júní. Námskeiðið verður innihaldsríkt, en um er að ræða verklega reiðtíma, bóklega tíma, opna tíma, reiðtúra og almenna gleði. Námskeiðið hentar konum á öllum getustigum, en það verður getuskipt í hópa og unnið út frá markmiðum hvers og eins.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þær konur sem hafa áhuga á að auka færni sína og byggja upp hestinn sinn í hópi kvenna með sömu markmið.

Nánari upplýsingar um tímasetningar og verð birtast á allra næstu dögum.

Hægt er að fylgjast með á facebook síðunni : https://www.facebook.com/Kjarnakonur-670483529757393/

Karen og Sif reiðkennarar munu halda námskeiðið