Fyrirhugað er að fara í hina árlegu miðnæturreið í Gjárétt föstudagskvöldið 21. maí.

Ekki er hægt að fara í ferðina næstkomandi föstudag eins og gert var ráð fyrir á viðburðardagatali Fáks sökum þess að aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins hefur lagt bann við allri meðferð elds í Heiðmörk.

Vonumst við til þess að því banni verði aflétt í næstu viku svo við getum grillað pylsur og átt skemmtilega stund saman í Gjárétt.