Arna Ýr Guðnadóttir býður upp á 2 vikna námskeið fyrir unga, hestvana knapa.

Knapinn þarf að hafa aðgang að góðum hesti, sem hann er öruggur á.
Knapinn þarf að útvega sér reiðtygi.
Knapinn þarf að vera metnaðarfullur og verður að vera tilbúinn að leggja hart að sér til að bæta eigin færni og getu hestsins.

Námskeiðið fer fram frá hesthúsi mínu í A-tröð 8, Víðidal í Reykjavík. Knapar koma með hesta sína daginn áður en námskeiðið hefst. Ég sé um að hýsa þá meðan námskeiðið stendur. Saman munu nemendur sjá um hesta sína á námskeiðsdögum en á frídögum verður séð um þá. Á hvert námskeið komast fimm knapar. Frekari upplýsingar um dagsetningar og fleira má sjá hér neðst.

Námskeiðið byggir á því að hver knapi setji sér markmið með sinn hest. Á námskeiðinu verður svo unnið markvisst að því að ná þeim markmiðum.

Gagnkvæm virðing knapa og hests er sá grunnur sem námskeiðið byggir á. Þannig er stuðlað að betra samspili, sterkari tengslum og skemmtilegri samvinnu parsins.

Námskeiðinu verður skipt í tvennt:
Tímar fyrir hádegi eru hugsaðir fyrir knapa á aldrinum 10-13 ára.
Tímar eftir hádegi eru hugsaðir fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára.

Dagsetningar:
10. júní – 19. júní (kennt verður aukalega laugardaginn 13. júní)
22. júní – 3. júlí
6. júlí – 17. júlí
10. júlí – 31. júlí

Skráningar fara fram í síma 690-1421 (Arna Ýr) og netfangið arnayrgudnadottir@gmail.com
Námskeiðsgjald er 35.000 kr (28.000 kr fyrir fyrsta námskeiðið þar sem það eru 8 dagar í stað 10).

Með áralangri reynslu af vinnu með hesta, uppbyggingu keppnishrossa og með þátttöku í keppnum og stórmótum hef ég séð hvað markmiðasetning hefur hjálpað mér mikið í að ná árangri. Mér finnst það spennandi viðfangsefni að miðla þeirri reynslu sem ég hef fengið í minni hestamennsku.
Því má bæta við að ég er að ljúka öðru ári í læknisfræði og er með gilt skyndihjálpar skírteini vottað af Rauðakrossinum og Velferðarráðuneytinu.

Arna Ýr GuðnadóttirFákur-merki33.png