Æskulýðsdeild leggst ekki í dvala þó margir sleppi hestunum í sumarbeit. Það verður nóg um að vera í sumar og ber þar fyrst að nefna Æskulýðsdaginn á Skógarhólum en Æskulýðsnefnd LH fyrirhugar að halda æskulýðsmót á Skógarhólum laugardaginn 22.júní. Dagurinn samanstendur af leikjum, þrautum, reiðtúr osfrv. (ekki nauðsynlegt að koma með hest). Við í æskulýðsnefnd viljum gjarnan vita hverjir hafa á huga Æskulýðsdeginum á Skógarhólum í sumar og hvort fólk myndi fólk vilja koma með hesta eða jafnvel ríða á staðinn? Hverjir þurfa gistingu á skálanum og hverjir koma með tjöld eða vagna (panta þarf gistingu osfrv. ) Það þarf að staðfesta við okkur áaeskulydsnefnd@fakur.is eða fakur@fakur.is fyrir fimmtudaginn 6.júní, með nafni, e-mail og símanúmeri svo að auðvelt sé að hafa samband
Eins er með Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna á Akureyri? Hver ætlar að mæta, hverja vantar hesthúspláss og þá fyrir hvað marga hesta osfrv. Gaman væri að geta skipulagt allt vel og gert eitthvað saman.
Einnig ef það væri einhverja uppástungur um hvað væri hægt að gera fyrir krakkana í sumar/haust.
Æskulýðsnefnd Fáks