Litla Fáksmótið verður haldið um næstu helgi, þ.e. dagana 6.-7. júni. Forkeppnin fer fram á laugardeginum en úrslitin og skeið á sunnudeginum. Mótið er eingöngu fyrir Fáksfélaga og keppt í helstu greinunum s.s.

Tölti T3 1. flokki, 2. flokki  og 17 ára og yngri.

Tölti T7 fyrir alla lítið vana (má ekki keppa í öðrum töltkeppnum á þessum móti)

Fjórgangi V2 í 1. flokki, 2. flokki og 2. flokki lítið keppnisvönum og 17 ára og yngri.

Fimmgangi F2 í 1. flokki og 2. flokki.

Slaktaumatölti T4 í opnum flokki

100 m skeiði.

Skráning fer fram á sportfeng.com og er opið fyrir skráningar til 23:59 miðvikudagskvöldið 3. júní. Skráningargjald er kr. 3.000 í alla flokka.

Skráning á http://temp-motafengur.skyrr.is/