Fyrirhugað er að fara á Þingvelli nk. laugardag og ríða þar út og grilla svo á eftir. Hestarnir verða keyrðir að Skógarhólum (eins hesta ferð), sameinast í kerrur og svo verður far fyrir þá sem eiga ekki kerru á sanngjörnu verði. Farinn verður góður reiðtúr í Þjóðgarðinum og sagan meðtekin beint í æð. Grillaður verður góður matur eftir reiðúrinn og svo haldið heim á leið.

Áhugasamir skrái sig í ferðina á torri@thvottur.is