Limsverjar leggjast í víking næsta laugardag (14. mars) og ætla að herja á suðurlandið. Heimsótt verða tvö þekkt hrossaræktarbú þar sem þeir munu leiðbeina ábúendum um hrossarækt og tamningarmönnunum um reiðmennsku,  álitlegir og frægir stóðhestar verða skoðaðir og eitthvað fleira verður galdrað úr erminni.

Lagt verður af stað í rútu kl. níu um morguninn frá Guðmundarstofu.

Allir velkomnir

Skráning á hs@simnet.is og í síma 698-8370