Líflandsmót Æskulýðsdeildar Fáks og Líflands verður haldið sunnudaginn 24. apríl nk. Keppt verður í hefðbundnum greinum og er skráning á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add fram til miðnættis á miðvikudagskvöld.
Dregið úr nöfnum allra þátttakenda og hlýtur sá heppni eða sú heppna vegleg þátttökuverðlaun frá
Líflandi.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Keppnisflokkar:
Pollaflottur 2007 og síðar (teymdir/ríða sjálfir)
Barnaflokkur (2003-2006) T7, tölt og fjórgangur.
Unglingaflokkur (1999-2002) tölt, fjórgangur, fimmgangur og
slaktaumatölt.
Ungmennaflokkur (1995-1998) tölt, fjórgangur, fimmgangur og
slaktaumatölt.
Skráning fer tram á sportfengur.com fram til miðnættis
miðvikudags 20. apríl. Skráningargjaldið er 1.500 kr.
Pollaskráning fer tram á fakur@fakur.is og taka þarf fram nafn og
aldur barns sem og nafn, aldur, lit hests og hvort polli ríði sjálfur
eða sé teymdur.
ATH. ef skrá færri en 5 í einhvern flokk verður bara riðin forkeppni og verðlaunað eftir því (ekki úrslit).
Nánari upplýsingar um mótið, dagskrá, ráslistar o.fl. verða
birtar á netmiðlum hestamanna og á vefsíðunum fakur.is og
lifland.is þegar nær dregur.
ATH. eftir auglýstan tíma verður ekki tekið við skráningum.
Veitingasala í Reiðhöllinni á vægu verði.