Skráning á Líflandsmót Fáks 2017
Líflandsmót Æskulýðsdeildar Fáks og Líflands verður haldið mánudaginn 1.maí.
Keppt verður í hefðbundnum greinum og er skráning á Sportfeng (sjá slóð) fram til miðnættis á miðvikudagskvöld 26.apríl. Skráningargjaldið er 1.900 kr á hverja skráningu.
http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Dregið úr nöfnum allra þátttakenda og hlýtur sá heppni eða sú heppna vegleg þátttökuverðlaun frá Líflandi.

Keppnisflokkar:
Pollaflokkur 2008 og síðar (teymdir/ríða sjálfir)
Barnaflokkur (2004-2007) Tölt T7 (ath flokkur fyrir byrjendur sem keppa ekki í öðrum töltgreinum á mótinu), tölt T3 og fjórgangur V2.
Unglingaflokkur (2000-2003) tölt T3, fjórgangur V2, fimmgangur F2 og
slaktaumatölt T2.
Ungmennaflokkur (1996-1999) tölt T3, fjórgangur V2, fimmgangur F2 og
slaktaumatölt T2.

ATH. mótsnefnd áskilur sér þann rétt að fella niður flokk ef næg þátttaka næst ekki.

Pollaskráning fer fram á fakur@fakur.is og taka þarf fram nafn og aldur barns sem og nafn, aldur, lit hests og hvort polli ríði sjálfur eða sé teymdur. Að sjálfsögðu er frítt fyrir polla.

Nánari upplýsingar um mótið, dagskrá, ráslistar o.fl. verða birtar á netmiðlum hestamanna og á vefsíðunum fakur.is og lifland.is þegar nær dregur.
ATH. eftir auglýstan tíma verður ekki tekið við skráningum.
Veitingasala í Reiðhöllinni á vægu verði.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Mótsnefnd.