Í haust verður Fákur gestgjafi fyrir 58. Landsþings Landssambands hestamannafélaga og verður þingið haldið 19.-20. október. Samkvæmt reglum um félagafjölda þá á Fákur 18 þingfulltrúa á þinginu. Í lögum um félagið þá segir hvernig haga skuli vali á þingfulltrúum, en þar eru stjórn, framkvæmdarstjóri og formenn starfsnefnda sjálfkjörnir. Kosið er um aðra þingfulltrúa á aðalfundi Fáks. Kosningin fór fram á síðasta aðalfundi og fengu eftirtaldir aðilar fleiri en 5 atkvæði.

Þingfulltrúar þurfa að skila inn tillögum fyrir landsþingið en öllum er fjálst að koma með tillögur til Fáks sem eru þá ræddar af þingfulltrúum og sendar formlega til LH. Allir þingfulltrúar sem fengu fleiri en 5 atkvæði eru boðaðir á fund nk. mánudag til að fara yfir þingtillögur. Hrefna María er fyrsti varamaður á landsþingið en allir eiga að mæta á fundinn nk. mánudagskvöld kl. 20:00 í félagsheimilinu. Athugið að ekkert er okkur óviðkomandi sem tengist hestamennsku eða íslenska hestinum, svo þeir sem vilja koma með ábendingar um mál sem mættu betur fara vinsamlega sendið okkur línu á fakur@fakur.is

Sigurbjörn Bárðarson 78
Helga Claessen 75
Sigurður Matthíasson 74
Edda Rún Ragnarsdóttir 71
Ásta Björnsdóttir 62
Hulda Gústafsdóttir 58
Hrefna María Ómarsdóttir 55
Maríanna Gunnarsdóttir 53
Davíð Matthíasson 50
Guðni Jónsson 50
Bjarni Finnsson 45
Þóra Þrastardóttir 39
Guðmundur Gíslason 38
Hrönn Ægisdóttir 34
Hilda Karen Garðarsdóttir 33
Þormóður Skorri Steingr. 30
Kristinn Skúlason 30
Þorgrímur Hallgrímsson 29
Árni S. Guðmundsson 28
Valgerður Sveinsdóttir 25
Drífa Daníelsdóttir 20
Eyjólfur Pétur Pálmason 18
Vilhjálmur Skúlason 18
Hilmar Binder 16
Halldór Ólafsson 14
Hinrik Ólafsson 12
Guðrún Valdimarsdóttir 12
Guðrún Oddsdóttir 12
Hjörný Snorradóttir 12
Anna Sigurðardóttir 7
Ester Harðardóttir 7
Á landsþingum eru lagðar línur varðandi málefni sem koma hestamönnum til góða til framtíðar og er það m.a. í verkahring LH að sinna hagsmunamálum sem tengjast hestaíþróttum svo sem á sviði ræktunarmála, tamninga, samgöngu- og ferðamála, landnýtinga- og umhverfismála.

Önnur markmið eru m.a:

Að hafa yfirumsjón og vinna að eflingu hestamennsku m.a. með fræðslu, útbreiðslu- og kynningarstarfsemi.
Að vera málsvari hestamanna jafnt innanlands sem erlendis.
Að eiga samstarf við önnur samtök er sinna hagsmunamálum hestamanna, svo sem á sviði ræktunarmála, tamninga, samgöngumála, ferðamála, landnýtingar og umhverfismála á vegum ríkis og sveitarfélaga.
Að koma fram gagnvart opinberum aðilum.
Að vinna að stofnun nýrra sérráða.
Að setja nauðsynlegar reglur, löggilda dómara, ráðstafa landsmótum og staðfesta met.
Að vera fulltrúi hestaíþrótta gagnvart erlendum aðilum og sjá um að reglur varðandi greinina séu í samræmi við alþjóðareglur þar sem það á við.