Villta vestið og íslenska hlöðurómantíkin mun ráða ríkjum á kúreka- og hlöðuballsþema kvennadeildar Fáks laugardagskvöldið 2. mars nk. Bjarni töframaður mun töfra fram gleði og glæsileika í öllum konum yfir borðhaldinu ásamt því að hemja alla þessa dömulegu orku sem svífur yfir borðhaldinu eða oná borðunum öllu heldur. Bjartmar Guðlaugsson mun syngja sig inn í hjörtu allra meyja á svæðinu svo jafnvel breimakettir í Breiðholtinu munu leggja við hlustir.

Margar konum munu fá gleðitíðini úr happadrættinu, fjölbreytt skemmtiatriði og svo sér DJ Fox um að nýju dansskórnir vinni fyrir kaupinu sínu það kvöldið. Allar að mæta og draga kallinn með á skemmtun ársins. Forsala verður á laugardaginn og hefst stundvíslega kl. 9:00

Kvennadeild Fáks