Uppskeruhátíð hestamanna fór fram um síðustu helgi. Þar voru knapar ársins 2018 verðlaunaðir fyrir árangur sinn og var ákaflega gaman að sjá hve margir Fáksfélagar voru tilnefndir og verðlaunaðir fyrir frábæran árangur á liðnu keppnisári. Eftirtalir knapar voru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur:
- Arnór Dan Kristinsson – Efnilegasti knapi ársins 2018
- Konráð Valur Sveinsson – Skeiðknapi ársins 2018
- Teitur Árnason – Gæðingaknapi ársins 2018
- Árni Björn Pálsson – Kynbótaknapi ársins 2018
- Árni Björn Pálsson – Knapi ársins 2018
Heiðursverðlaun Félags hrossabænda hlaut Sólveig Stefánsdóttir.
Stjórn Fáks vill nota tækifærið og óska öllum þeim er tilnefndir voru innilega til hamingju með glæsilegt keppnisár ásamt því að óska þeim til hamingju með kjörið er unnu til verðlauna. En eftirfarandi Fáksfélagar voru tilnefndir:
Íþróttaknapi ársins
- Árni Björn Pálsson
- Hulda Gústafsdóttir
- Teitur Árnason
Skeiðknapi ársins
- Árni Björn Pálsson
- Konráð Valur Sveinsson
- Sigurbjörn Bárðarson
- Sigurður Vignir Matthíasson
Gæðingaknapi ársins
- Árni Björn Pálsson
- Teitur Árnason
Kynbótaknapi ársins
- Árni Björn Pálsson
Efnilegasti knapi ársins
- Arnór Dan Kristinsson
- Benjamín Sandur Ingólfsson
- Ylfa Guðrún Svafarsdóttir