Senn fer að líða að hausti, skólinn að byrja og námskeið að hefjast að nýju. Æskulýðsnefndin hefur hug á að bjóða upp á verklega kennslu í knapamerkjum fyrir yngri fáksara í haust ef að næg þáttaka næst á námskeiðin.
Kennsla fer fram 1-2x í viku og byrjar í september.
Hægt er að kynna sér allt um knapamerkin á heimasíðu þeirra http://knapamerki.is/
Verð fer allt eftir fjölda þátttakenda á námskeiðið. Hægt verðu að skipta greiðslum niður á 2-3 mánuði.
Knapamerki 1 Námskeiðið er 11 verklegir tímar og próf (Sept-byrjun okt)
Knapamerki 1 og 2 Námskeiðið er 16 verklegir tímar og próf (sept-okt)
Knapamerki 2 Námskeiðið er 13 verklegir tímar og próf (Sept- okt)
Knapamerki 3 Námskeiðið er 20 verklegir tímar og próf (Sept-nóv)
Knapamerki 4 Námskeiðið er 21 verklegir tímar og próf (Sept-nóv)
Knaparmerki 5 Þeir sem hafa áhuga hafa samband á netfangið vilfridur@fakur.is
Hægt er að nota frístundastyrkinn til niðurgreiðslu á námskeiðið og knapamerkin telja til eininga í framhaldsskólum.
Möguleiki er á að bjóða upp á sér hóp fyrir fullorðna í Knapamerkjunum ef áhugi er fyrir hendi.
Þeir sem hafa hug á að skrá á námskeið hafa samband á netfangið vilfridur@fakur.is, þar sem fram kemur kennitala einstaklings og hvaða knapamerki er áhugi á að taka.
Skráningu lýkur 29. ágúst