Að venju er boðið upp á kennslu í knapamerkjum, en þau eru stigskipt nám sem endar með verklegu og bóklegu prófi. Námið er viðurkennt af Menntamálaráðuneytinu og gefur einingar í framhaldskólum landsins (sjá nánar á knapamerki.is)
Kennsla í knapamerkjum 2017 hefst í lok janúar. Boðið verður upp á öll knapamerkin en það þurfa a.m.k. að vera 4 á hverju stigi (4-5 í hóp) til að það stig verði kennt. Kennt verður seinnipartinn á miðviku- og föstudögum og svo líka boðið upp á helgarnámskeið í knapamerki 1 og 2 ef það hentar einhverjum betur. Skráningu lýkur 29. des. en það er um að gera að skrá sig strax ef það skyldi fyllast í hópana.
Nánari upplýsingar fást hjá fakur@fakur.is
Knapamerki 1 – verða 10 verklegir tímar og próf kr. 27.500
Knapamerki 1 og 2 – verða 16 verklegir tímar og próf kr. 39.500
Knapamerki 2 – verða 12 verklegir tímar og próf kr. 35.500
Knapamerki 3 – verða 19 verklegir tímar og próf kr. 48.500
Knapamerki 4 – verða 21 verklegir tímar og próf kr. 54.500
Knapamerki 5 – 24 verklegir tímar og próf kr. 64.500
Ekki er alveg búið að ganga frá ráðningum reiðkennara en það verða allt kennarar með mikla reynslu í kennslu knapamerkja sem munu kenna námskeiðin.
Ef áhugi er á öðrum tímasetningum þá vinsamlega hafið samband á fakur@fakur.is og við reynum að finna annan tíma fyrir námskeiðið.
Skráning er á sportfengur (sjá eftirfarandi slóð) og borga þarf kr. 5.000 staðfestingargjald svo skráning sé gild.
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Fákur).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að sækja um félagsaðild að Fáki).
4. Velja atburð (Knapamerki 2015 og svo þann hóp sem á að skrá í).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.