Hestamannafélagið Sprettur hefur í samstarfi við hestamannafélagið Fák ákveðið að bjóða uppá verklega kennslu í knapamerkjum 1 og 2 nú í haust.

Námskeiðið er öllum opið og verður ekki boðið uppá verklega kennslu í þessum knapamerkjum eftir áramót. Bæði stigin verða kennd saman og er aldurstakmarkið 14 ára til að taka bæði stigin þannig.

Kennslan fer fram í  Húsasmiðjuhöllinni í Spretti. Kennari á námskeiðinu verður Henna Johanna Sirén.

Skráning er hafin í skráningakerfi Sportfengs og hefst námskeiðið í lok október og stendur fram í miðjan desember.