Þá styttist í að vornámskeið Kjarnakvenna byrji! Það eru örfá pláss eftir!
Þetta er í 3ja skipti sem þær Sif Jónsdóttir og Karen Woodrow halda þétt 4 vikna námskeið við frábærar undirtektir!
Kennt er 3 – 4 x í viku og unnið er út frá getustigi og markmiði hverrar og einnar. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg.
Hver vika hefur sitt þema og munum við styðjast við þjálfunarstigann i uppsetningu og skipulagi á kennslu. Þannig munum við vinna með uppbyggjandi æfingar fyrir hest og knapa bæði í hendi og á baki.
Það verða mismunandi æfingar sem verða lagðar fyrir hópana eftir því hvar bæði hestur og knapi eru stödd í þjálfun. Allt frá því að létta svörun hests í gegnum A-B æfingar upp í að ríða krossgang, sniðgang og lokaðan sniðgang.
Námskeiðið er jafnframt krefjandi og skemmtilegt! Þetta er tilvalið tækifæri fyrir konur sem vilja auka færni sína, tileinka sér hagnýtar aðferðir og njóta hestamennskunnar í hópi góðra kvenna.
Hægt er að lesa meira um námskeiðið og skrá sig hér: