Hin árlega kirkjureið í Seljakirkju verður farin 8. maí nk. Lagt verður af stað kl. 12:30 við skiltið upp í Víðidal, komið við í Heimsenda og riðið í hóp þaðan. Við kirkjuna er gerði með gæslu og kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðþjónustu.

Guðþjónustan hefst kl. 14:00. Halldór Halldórsson, formaður reiðveganefndar LH predikar og þjónar Sr. Valgeir Ástráðsson fyrir altari.
Brokkkórinn syngur.
Góður reiðtúr fyrir alla í fjölskyldunni.