Á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks eru keppnisgreinar fyrir minna vana keppendur, bæði í fjórgangi og tölti. Þær heita T7 og V5 (fjórgangur minna vanir). Þessar keppnisgreinar eru hugsaðar fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppnum eða eru lítið keppnisvanir, en knapar sem taka þátt í þessum greinum mega ekki keppa í öðrum tölt eða fjórgangsgreinum á sama móti.
Við hvetjum alla til að taka þátt á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks og vera með í þeim flokkum sem þeir telja sig eiga heima í.

T7 – Tölt
Í T7 er þrír knapar á hringvellinum í einu. Atriði eru sýnd samkvæmt fyrirmælum þular. Þeir hefja keppni upp á þá hönd sem þeir eru skráðir í rásröð.
Verkefni:
1. Hægt tölt – hægt niður á fet og skipt um hönd.
2. Frjáls ferð á tölti

V5 – Fjórgangur (minna vanir)
Forkeppni: Þrír knapar eru á hringvellinum í einu. Hestarnir sýna fjórar gangtegundir eftir fyrirmælum þular og hefja þeir keppni upp á þá hönd sem þeir eru skráðir í ráslista.
Verkefni:
1. Frjáls ferð á tölti
2. Hægt til milliferðar brokk
3. Meðalfet
4. Hægt til milliferðar stökk