Það verður veisla fyrir maga og eyru á Herrakvöldi Fáks næsta laugardagskvöld, þann 31. okt. Leikarinn og hestamaðurinn Steinn Ármann verður veislustjóri og mun hann taka nokkra létta spretti um kvöldið og síðan kemur uppistandari og kitlar hláturtaugarnar.

Sigvaldi kokkur mun svo heilla bragðlaukana (sjá matseðil neðar) með ýmsu rammvilltu góðgæti.  Þýskt bjórþema verður á barnum og munu þrýstnar mjaltakonur afgreiða mjöðinn í okkur. Hattaþema verður og sá hópur sem er með flottustu, skrýtnustu og eða fallegustu hattana að mati dómnefndar (hattar, húfur og önnur höfuðföt) fær Wiský flösku að launum.

Allir að mæta og taka með sér félaga. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00

Miðaverð aðeins kr. 7.900 og hægt að kaupa miða í Skalla Hraunbæ (taka með sér pening) og svo verður forsala miðvikudaginn 28. okt. kl. 18:19:30 í TM-Reiðhöllinni. Miðar ekki seldir við innganginn.

Forréttir

Gæsasúpa
Gæsa Lifrarkæfa m/púrtvínshlaupi
Grafin Gæs á melónu
Reyktur svartfugl
Graflax m/ brauði og graflaxsósu
Hreyndýra Bollur m/sveppum og beikoni
Reykt nautatunga
Einiberjagrafið Dádýr á salatbeði
Hrossafille í wasabi
Gæsalæra ragú á rusty kartöflu

Heitir Réttir
Gæsabringur í bláberjalög
Kengúrufillet
Lambalæri

Meðlæti
Rauðkál – Waldorfsalat – Spergilkál – Sykurbrúnaðar kartöflur – Villibráða sósa