Fimmudaginn 28. Nóvember verður jólagleði æskulýðsdeildar Fáks. Dagksráin hefst á sýnikennslu kl 17:30 í reiðhöllinni hjá tveimur hestaskvísum. Fáksarinn Sigurbjörg Helgadóttir ætlar að sýna okkur hestinn sinn Gosa og nokkrar kúnstir í hindrunarstökki. Að auki fáum við Sprettarann Huldu Maríu Sveinbjörsdóttur til okkar en hún ætlar að sýna okkur hvernig hún vinnur með hestinn sinn Jarlhettu í “Liberty training” en þá er hesturinn frjáls og kennt að framkvæma allskyns kúnstir.
Að lokinni sýnikennslu verður farið upp í veislusal. Þar ætlum við að búa til og baka hestanammi og fara yfir vetrardagskrána.
Í haust er 10 starfsárið hjá Karen og Sif með Fákar og Fjör hestaíþróttaklúbbinn.
Markmið klúbbsins er að auka félagstengsl barna- og unglinga sem vilja stunda hestamennsku að staðaldri og að auðvelda þeim að komast inn í sportið með því að veita þeim aðgengi að hestum og tilheyrandi búnaði. Í dag rekur Fákur félagshesthús fyrir unglinga sem styður ennfrekar við nýliðun í hestamennsku. Ætlum við að fagna þessum merka áfanga saman.
Í boði verða veitingar : pizza, kaka, vöfflur og drykkir.
Mikilvægt að þeir sem ætla að mæta skrái sig hér að neðan til að áætla réttan fjölda í mat og meðlæti.
Hvetjum alla foreldra og krakka til að láta sjá sig fimmtudaginn 28. nóvember. Dagskráin er áætluð frá kl.17:30-20:00.