Uppskeruhátíð Fáks var haldin 12. desember síðastliðinn í félagsheimili Fáks.

Þar voru verðlaunaðir stigahæstu knapar ársins í öllum flokkum. Íþróttakarl og íþróttakona Fáks eru Konráð Valur Sveinsson og Hulda Gústafsdóttir.

Síðastliðið sumar var mikið mótasumar en tvö stærstu mót Íslandshestamennskunnar fóru fram með hálfs mánaðar millibili hér í Víðidal, Reykjavíkurmeistaramót Fáks og Íslandsmótið í hestaíþróttum. Veðrið og aðstæður voru eins og best verður á kosið og unnu Fáksfélagar meðal annars 10 Íslandsmeistaratitla.

Fyrir heimsmeistaramótið í Berlín völdust sjö fulltrúar frá Fáki; Árni Björn Pálsson, Konráð Valur Sveinsson, Gústaf Ásgeir Hinriksson, Jóhann Rúnar Skúlason, Teitur Árnason, Benjamín Sandur Ingólfsson, Hákon Dan Ólafsson og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir. Þessi hópur átti góðu gengi að fagna og unnust 6 heimsmeistaratitlar.

Stigahæstu knapar í hverjum flokki:

Fullorðnir:

 • Íþróttakarl Fáks 2019 er Konráð Valur Sveinsson.
 • Íþróttakona Fáks 2019 er Hulda Gústafsdóttir.

Áhugamannaflokkur:

 • Þorvarður Friðbjörnsson
 • Saga Steinþórsdóttir

Ungmennaflokkur:

 • Benjamín Sandur Ingólfsson
 • Ylfa Guðrún Svafarsdóttir

Unglingaflokkur:

 • Arnar Máni Sigurjónsson
 • Selma Leifsdóttir

Barnaflokkur:

 • Matthías Sigurðsson
 • Sigrún Helga Halldórsdóttir

Íslandsmeistarar Fáks:

 • Arnar Máni Sigurjónsson, Púki frá Lækjarbotnum – Gæðingaskeið PP1 Unglingaflokkur
 • Árni Björn Pálsson, Flaumur frá Sólvangi – Fjórgangur V1 Meistaraflokkur
 • Árni Björn Pálsson, Hátíð frá Hemlu II – Tölt T1 Meistaraflokkur
 • Benjamín Sandur Ingólfsson, Messa frá Káragerði – Gæðingaskeið PP1 Ungmennaflokkur
 • Benjamín Sandur Ingólfsson, Smyrill frá V-Stokkseyrarseli – Fimmgangur F1 Ungmennaflokkur
 • Hákon Dan Ólafsson, Stirnir frá Skriðu – Fjórgangur V1 Ungmennaflokkur
 • Hákon Dan Ólafsson, Stirnir frá Skriðu – Tölt T2 Ungmennaflokkur
 • Konráð Valur Sveinsson, Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II – Flugskeið 100m P2 Meistaraflokkur
 • Konráð Valur Sveinsson, Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II – Skeið 250 P1 Meistaraflokkur
 • Sigrún Helga Halldórsdóttir, Gefjun frá Bjargshóli – Tölt T4 Barnaflokkur

Heimsmeistarar Fáks:

 • Benjamín Sandur Ingólfsson, Messa frá Káragerði – Gæðingaskeið PP1
 • Jóhann Rúnar Skúlason, Finnbogi frá Minni-Reykjum – Fjórgangur V1
 • Jóhann Rúnar Skúlason, Finnbogi frá Minni-Reykjum – Samanlagður fjórgangsmeistari
 • Jóhann Rúnar Skúlason, Finnbogi frá Minni-Reykjum – Tölt T1
 • Konráð Valur Sveinsson, Losti frá Ekru – 100m P2
 • Teitur Árnason, Dynfari frá Steinnesi – Gæðingaskeið PP1

Þá var eftirtöldum aðilum veitt viðurkenning fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins undanfarin ár:

Sigurbjörn Magnússon
Rúnar Bragason
Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Hilda Karen Garðarsdóttir
Sæmundur Ólafsson