Við hvetjum alla til að fara á fræðslufund með dr. Susönnu Braun  í Líflandi nk. laugardag um fóðrun hrossa. Fræðslufundurinn verður í verslun Líflands Lynghálsi nk. laugardag frá kl 10-11.

Nú, þegar mörg hross eru í hagagöngu er mikilvægt að horfa til steinefna- og bætiefnafóðrunar.  Íslenskan hagagróður getur skort ýmis mikilvæg stein- og snefilefni, t.d. selen og natríum og þarft að huga að réttri fóðrun. Í hönd fer landsmótsár þar sem vafalítið á eftir að reyna meira á hesta í þjálfun og brúkun og reynir þar einnig á fóðrunarþáttinn.

Dr. Susanne Braun er íslenskum hestamönnum að góðu kunn. Susanne hefur starfað sem dýralæknir á Íslandi í áratug. Hún er sérfræðingur í hestasjúkdómum og auk þess IVCA kírópraktor og reiðkennari ásamt því að vera alþjóðlegur íþróttadómari.

Dr. Susanne Braun dýralæknir mun miðla af víðtækri þekkingu sinni í máli og myndum auk þess sem söluráðgjafar Líflands verða á svæðinu. Susanne verður til skrafs og ráðagerða að loknu erindi sínu. Veittur verður 15% afsláttur af hestafóðri frá Líflandi og Pavo, auk tilboða á völdum bætiefnavörum fyrir hesta auk þess sem það verður að sjálfsögðu heitt á könnunni.