Hin árlega og skemmtilega Hlégarðsreið verður farin laugardaginn næstkomandi, 30. apríl.

Riðið verður til Harðarmanna og endað í matarmikilli súpu, kaffi og desert hjá þeim í Harðarbóli.

Lagt verður af stað frá TM-Reiðhöllinni kl. 13:00 og hvetjum við alla til að mæta og skella sér í hressandi útreiðartúr og félagsskap.