Á sölusýningunni í Fáki verður mikið úrval af góðum hestum. Þar munu koma fram ólíkar hestgerðir og aldrei að vita nema þar sé draumahesturinn þinn á draumaverðinu. Sölusýningin hefst kl. 11:00 með uppboði við félagsheimili Fáks á nokkrum ungum hrossum. Í beinu framhaldi verða síðan sýndir rúmlega 30 hestar í reið og þar má sjá reiðhesta, kynbótahross og keppnishesta á fínu verði. Fríar veitingar og fráb ært veður.
Herrakvöld Fáks verður svo haldið um kvöldið. Eitt glæsilegasta villibráðarhlaðborð landsins svignar undan kræsingum hjá Silla kokki. En fyrst verða bragðlaukarnir búnir undir veisluna með kynningu á bjór frá BOLA. Yfir borðhaldinu mun svo Gísli Einarsson kitla hláturtaugarnar með sínum alkunna húmor. Miðar verða seldir á sölusýningunni og restin við innganginn á meðan húsrúm leyfir.
Dömum og öðrum fylgifiskum verður hleypt inn upp úr kl. 23:00 en þá fara dansliprir að dilla sér á dansgólfinu.
Allir skemmtilegir hestamenn verða á Herrakvöldinu