Á Landsþingi LH sem fram fór í Borgarnesi í október var 8 einstaklingum veitt Gullmerki LH.
Einn Fáksfélagi var í þessum hópi en það er hún Helga Claessen sem hefur frá unga aldri unnið ómetanlegt starf fyrir okkur í Fáki og víðar.
Á vef LH segir:
Helga Claessen hefur tengst félagsstörfum frá unglingsárum. Hún stofnaði ásamt hópi unglinga á höfuðborgarsvæðinu hestamannafélagið Rauð árið 1974 en félagsmenn voru unglingar á höfuðborgarsvæðinu sem voru óánægð með hestastarf sem í boði var fyrir unglinga og töldu lítið gert fyrir þennan aldurshóp, engin keppni né aðrir viðburðir. Hugurinn var svo mikill og stofnun þessa félags gekk svo langt, að félagsmenn fengu að vera með áheyrnarfulltrúa á Landsþingi hestamanna sem þá var haldið. Þetta félag lifði í nokkur ár, en var fyrsti vísir að stofnun unglingadeildar Fáks. Helga starfaði í mörg ár í íþróttadeild Fáks. Hún var fulltrúi Fáks á landsþingum hestamanna í yfir 20 ár og í kjörnefnd til fjölda ára. Helga er gæðingadómari og var í stjórn GDLH í mörg ár.
Helga Claessen hér með sæmd gullmerki LH.
Til hamingju Helga og takk fyrir þitt framlag.