Helgina 30.apríl og 1.maí verður helgarnámskeið hjá Hinriki Þór Sigurðssyni.
Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á liðkandi og styrkjandi vinnu í þjálfun hestsins, ábendingakerfið og samspil ábendinga og ræðum skipulag þjálfunar út frá þjálfunarstigum reiðmennskunnar.
Þjálfunarstigin eru kerfi um þjálfun hestsins þar sem eitt leiðir af öðru frá grunnþjálfun og upp skalann upp í safnandi vinnu. Það er öllum knöpum mikilvægt að hafa þjálfunarstigin til hliðsjónar við þjálfun hesta sinna, og geta staðsett sig í kerfinu á hverjum tíma.
Við ræðum líka um misstyrk, og praktískar æfingar til þess að vinna með að jafna hann, hvað ber að varast og ýmislegt spennandi. Námskeiðið byggist á verklegum reiðtímum og bóklegri kennslu.
Dagskráin er eftirfarandi
30.april Laugardagur fyrir hádegið Paratímar
Bóklegt í hádeginu laugardag 12:20-13:00
30.apríl Laugardagur eftir hádegið Paratímar
1.maí Sunnudagur Einkatímar fyrir og eftir hádegið
Til að hægt sé að halda námskeiðið þá miðast skráning við að 10 manns skrái sig.
Námskeiðið verður haldið í C tröð Didda höll
Skráning fer fram á Sportfeng