Angelique Hofman frá Portugal verður með helgarnámskeið í janúar.
Angelique er klassískur reiðmaður og hefur unnið með íslenska hesta til margar ára. Hún ætlar að koma í Fák og vera með námskeið í því hvernig klassísk reiðmennska getur þróað og bætt bæði hest og knapa á marga vegu.
Síðastliðin 18 ár hefur hún búið í Portugal eftir að hún heillaðist af hestamenningunni þar og hestakyninu Lusitano. Hún hefur þjálfað með reiðmönnum sem hafa farið á Olympíuleika og öðrum hámenntuðum þjálfurum.
Angelique hefur þjálfað hross sem hafa tekið þátt í Grand Prix og er með þjálfararéttindi A og B.
Hún hefur verið með reiðkennslu frá 2011 og kennt mest í Danmörku, Austurríki og Sviss. Þá hefur hún einni kennt í Suður-Afríku, Þýskalandi og Hollandi.
Frá 2018 hefur hún verið með sína eigin þjálfunarstöð á búgarði sínum, Equi-Resort Courela da Vala í Portúgal. Hún og maðurinn hennar Miguel Gonçalves reka búgarðinn saman og stunda þar einnig ræktun á Lusitano hestum. Miguel er 3 stigs alþjóðlegur Dressage dómari.
Frekari upplýsingar um Angelique er að finna á heimasíðu hennar:
Skráning fer fram á Sportabler