Hermann Árnason, fyrrverandi bóndi á Heiði í Mýrdal, áður Stöðvarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, nú frjótæknir og hrossaræktandi á Hvolsvelli og síðast en ekki síst ferðagarpur af guðs náð ætlar að koma í heimsókn til okkar í Fák þriðjudaginn 26. mars og miðla með okkur af fjölbreyttir reynslu sinni við undirbuning, þjálfun og skipulag fyrir hestaferðalög.
Hermann er gríðarlega reysnlumikill þegar kemur að hestaferðum en síðasta sumar reið hann 2.200 km á 46 dögum þegar hann lauk seinni hluta Stjörnureiðar sem er reið í stjörnu þvert yfir landið í ýmsar áttir. En enginn hefur riðið allar þessar leiðir áður.
Hermann lumar ábyggilega einnig á nokkrum trixum við sundæfingar á hestum því þær eru þó nokkrar árnar sem hann hefur skellt sér yfir og hikar ekki við það.
Ekki missa af frábærum fyrirlestri kl.19:00 þriðjudaginn 26. mars í veislusalnum í Lýsishöllinni
Heitt verður á könnunni.
Aðgangseyrir er 1500kr.